Tengja VeriFone VX posa

Þessi hjálpargrein virkar m.a. fyrir VX680, VX690, VX820


Til að fá upplýsingar um Verifone posa geta notendur beðið Verifone um að veita þeim þessar upplýsingar, einnig er hægt að finna þær í Posanum sjálfum.

Upplýsingar sem þarf er:

IP address

MerchantID

Posi

Skref 1.

Til að finna þetta í posanum þarf að ýta á gula takkann (backspace) og svo stjörnu (*) takkann (Ekki á sama tíma)

Skref 2.

Stimpla inn pin númer posa, Ætti að vera í kassanum sem posinn kom í annars hægt að hringja í VeriFone og fá frá þeim.

Skref 3.

Ýta á "Fleiri" takkann til að fá fleiri aðgerðir

Skref 4A.

Ýta á TCP/IP

Skref 5.

Ef DHCP er "Já" þá smella á "breyta" og breyta því yfir í "Nei" og smella á vista. Skrifa niður IP address með punktunum

Ýta svo á rauða takkann til að fara tilbaka í Skref 4.

Skref 4B.

Ýta á "Posi" takkann

Skref 6.

Skrifa niður Merchant ID og númer Posa. Ýta svo á rauða takkann eins oft og þarf til að fara aftur á upphafsskjá.


Færa þarf svo þessar upplýsingar í bakendann en þá þarf að stimpla sig inn á regla.is og fara þar í Stjórnun/Viðhald Skráa/Útstöðvar. Næst þarf að velja réttan kassa sem posinn er tengdur við.

  1. Ýta á ReglaProperties og setja POSTerminalType : VERIFONE og bæta við CARD í PaymentButtons og smella á Save
  2. Ýta á PosLocalProperties og setja inn MerchantID, númer posa hjá TerminalNumber og IP töluna hjá PosIP og smella á Save

Í lokin þarf að loka ReglaPOS appinu í kassanum og opna það aftur, prófa að setja einhverja vöru og ýta á kort greiðslumöguleikann. Ef upphæðin birtist á posanum þá var allt rétt gert og þá er nóg að ýta á rauða takkann eða hætta við í afgreiðslukerfinu.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband