Tengja VeriFone Carbon posa

Þessi hjálpargrein virkar m.a. fyrir CM5, M424 og P630 posa

Það þarf að passa að þessir posar séu á sama WiFi og kassinn, en posarnir eru með Android stýrikerfi og virka því svipað og snjállsímar.


Til að byrja þarf að tengjast WiFi og finna IP-töluna á posanum.

Draga niður til að tengjast WiFi

Halda inni WiFi takkanum

Kveikja á WiFi og tengjast sama neti og kassanum

Eftir það er búið að tengjast er hægt að ýta á WiFi-ið sem er búið að tengjast til að sjá upplýsingar um tenginguna. Þar er IP-talan á posanum sem þarf að skrifa niður í kassakerfið (með punktum)

Þegar IP-talan er fundin og búið að skrifa hana niður hjá sér þarf að opna kassakerfið,

  1. Ýta á tannhjólið
  2. Þá opnast þessi gluggi en þar þarf að smella á uppsetning
  3. Þá opnast þessi gluggi og þar þarf að stimpla inn "vcarbon"

  1. Þá opnast þessi gluggi og hér þarf að stimpla inn IP-töluna sem fannst í posanum og ýta á ok

Það gæti tekið smá tíma en ef allt gekk upp þá ætti að koma upp gluggi sem segir til hvort tenging heppnaðist eða ekki.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband