Bankatenging - Uppsetning

Tenging Reglu við banka

Nauðsynlegt er að hafa þessa tengingu, til þess að:

   Senda viðskiptakröfur í heimabanka.
   Senda launaseðla í heimabanka og greiða laun inn á launareikning.
   Sækja greiðslur viðskiptamanna úr heimabanka og færa beint inn í bókhaldið.
   Sækja kröfur í heimabanka og greiða reikninga. 

Uppsetning og stillingar eru í 5 skrefum - ATH ef viðkomandi er ekki með bókhaldskerfi Reglu, þarf ekki að fylgja skrefi 2.

1. Hafa samband við bankann og sækja um B2B tengingu og innheimtuþjónustu ef senda á viðskiptakröfur í bankann

2. Skilgreina bankareikninga og kreditkort
   
Fara í Bókhald>Stjórnun>Skilgreining bankareikninga.
    Þessi aðgerð er gerð til þess að tengja réttan bankareikning við Reglu, svo hægt sé að lesa inn úr bankanum, beint í bókhaldið.
    Sama aðferð er notuð ef lesa á kreditkortafærslur úr bankanum, inn í bókhaldið.
    Þá er farið í Bókhald>Stjórnun>Skilgreining vísa/mastercard kreditkorta.
3. Setja inn upplýsingar í kröfustillingar fyrir útsendar kröfur
   
Fara í Sölukerfi>Stjórnun>Kröfustillingar.
    Ef valið er Senda í banka, fer krafan beint í bankann þegar reikningur er sendur á viðskiptavininn í sölukerfinu.
    Ef valið er Setja í bunka, safnast kröfur inn í Kröfubunka sem þarf svo að fara inn í og senda allar kröfur í einu, til þess að nálgast
    uppsafnaðar kröfur er farið í Sölukerfi>Kröfur Kröfuvinnsla og kröfurnar sendar í bankann.
    Athugið ef farið er, með músinni yfir bláu upphrópunarmerkin sem sjá má á myndinni, birtast upplýsingar um hvað á
    að setja inn í viðkomandi reiti.
    Í Reitinn "Auðkenni" er yfirleitt 3 stafa númer sem bankinn gefur upp. Hægt að nálgst þær upplýsingar í heimabanka.
    Ekki er nauðsynlegt að fylla út í þá reiti sem ekki eru stjörnumerktir. 

4. Stillingar fyrir viðskiptamenn
   Fara þarf í Sölukerfi>Skráning og viðhald>Viðskiptamen.   
   Fylla þarf út í reitinn "Innheimtumáti" Reikn.og krafa.   

5. Setja inn notandanafn og lykilorð frá bankanum 
    
Þegar búið er að setja inn réttar upplýsingar í kröfustillingar, inn á viðskiptavininn og í skilgreiningu bankareikninga,
    þarf að kalla fram glugga sem byður um að inn sé sett lykilorð og notandanafn frá bankanum. (B2B tenging).

    Sölukerfið – Senda kröfur
    
Til þess að kalla fram gluggann er farið í Sölukerf > Skráning og viðhald > Reikningar, stofnaður reikningur og hann sendur,
    þá kemur glugginn upp og setja inn notandanafn og lykilorðið og ýta á vista.
    Þetta þarf eingöngu að gera einu sinni, ef lykilorðið er vistað. 

    Bóhaldskerfið – Sækja greiðslufærslur
    
Til þess að kalla fram gluggann er farið í Bókhald > Skráning færsla > Sækja færslur úr banka.
    Ef allar stillingar er réttar, kemur glugginn upp og hægt að setja inn notandanafn og lykilorð sem sent var frá bankanum og vista.

Did this answer your question? Thanks for the feedback There was a problem submitting your feedback. Please try again later.

Still need help? Contact Us Contact Us