Stéttarfélög - Stofna/bæta við gjaldaliðum

Stéttarfélög á Íslandi eru mörg og því eru ekki öll félög landsins skráð inn í Reglu.

Þegar byrjað er að nota Launakerfið, þarf að athuga hvort að öll stéttarfélög séu forskráð í Reglu. Ef ekki þarf að stofna það inn.

Einnig þarf alltaf að setja inn gjaldaliði í stéttarfélögin, gjaldaliðir eru ekki forskráðir.

Stofna nýtt stéttarfélag:
Byrja þarf á þvi að fá eftirfarandi upplýsingar hjá viðkomandi stéttarfélagi:
- Hvaða gjaldaliðir eru notaðir hjá félaginu
- Hlutfall hvers gjaldaliðs
- Innheimtuaðili félagsins
- kennitala félagsins
- Númer félagsins (Þriggja stafa nr. - Í Reglu er bætt 2. fyrir framan)
- Notandanafn og lykilorð fyrir skilagreinar

Fara þarf í Launabókhald>Viðhald skráa>Stéttarfélög, Skrolla neðst og fylla inn í reiti viðeigandi upplýsingar

- Bæta þarf tölustafnum "2" fyrir framan númer stéttarfélagsins.
- Setja inn kennitölu og nafn félagsins.
- Velja innheimtuaðila og ýta á + 

Setja inn gjaldaliði:

Smella á táknið í línunni, til vinstri, þessi gluggi kemur upp:
- Velja gjaldalið í felliglugga
- Setja inn í dálkinn Gjald rétt hlutfall (Breytilegt eftir stéttarfélögum)
- Smella á +
- Uppfæra

Ath ef gjaldaliðir eru settir inn í stéttarfélög, efitr að launavinnsla er keyrð, verður að endurreikna launavinnslu eftir að búið er að setja inn gjaldaliðina. 

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband