Ég þarf að flytja gögn inn í kerfið

Hægt er að flytja inn gögn í Reglu með einföldum innlestri á skrám.

Þessi aðgerð er notuð t.d. þegar verið er að koma gögnum inn í Reglu úr öðrum kerfum.

Þau gögn sem eru oftast flutt inn eru viðskiptamannaskrá, vörur, birgðir, strikamerki o.fl.

Nota má sniðmát sem til eru undir Handbækur og stillingar fyrir innlestur inn í Reglu en það er líka hægt að byggja upp sitt eigið Excel skjal.

ATH! Það er mjög mikilvægt að færa gögnin rétt inn í sniðmátin og vista í tölvunni, áður en skráin er lesin inn.

Undir Stjórnun / Viðhald skráa / Flytja inn skrá er boðið uppá mismunandi gagnainnflutninga á CSV formi.

Hægt er að breyta Excel skjali auðveldlega í CSV skrá með því að opna Excel skjalið og vista það sem CSV skrá.

Það er gert í Excel með því að smella á "File / Save As" og þar undir velja CSV í glugganum "Save as type".

Hægt er að finna fleiri upplýsingar og leiðbeiningar hér: Flytja inn skrá

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband