Hvernig skrái ég inn stéttarfélög í launabókhaldið?

Til þess að skrá upplýsingar um stéttarfélög inn í launabókhaldið þarf að fara undir Launabókhald > Viðhald skráa > Stéttarfélög. Þar þarf að skrá inn upplýsingar um stéttarfélögin sem eru í notkun.

Upplýsingar um stéttarfélögin er að finna með því að smella á hlekkinn „ Upplýsingar um lífeyrissjóði og stéttarfélög í rafrænu skilagreinakerfi samtaka lífeyrissjóða.“. Til þess að skrá inn gjöld á hvert stéttarfélag þarf að smella á táknmynd fremst í línu á stéttarfélaginu og skrá inn þau gjöld sem tilheyra stéttarfélagi.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband