Lotuútskuldun

Markmið lotuútskuldunar er að gera útskuldun öflugri og fljótlegri. Í einni lotu er hægt að velja hóp viðskiptamanna, fyrir tiltekið tímabil, til útskuldunar.

  1. Viðskiptamenn

Hægt er að skilgreina umsamda upphæð og hámarks tímafjölda fyrir hvern viðskiptamann. Viðskiptamenn geta því verið þrennskonar:

  • Venjulegur
    • Rukkað samkvæmt skráðum tímum og vörunotkun.
    • Útskuldun er gerð á hefðbundinn hátt.
  • Umsamin upphæð
    • Rukkað óháð skráðum tímafjölda.
    • Vörunotkun er þó rukkað eins og hún er skráð.
    • Ef ekkert er skráð eða talan núll þá er litið svo á að ekki eigi að taka tillit til þessa.
  • Hámarks tímafjöldi
    • Umframtímar fara í bið.
    • Vörunotkun er þó rukkuð eins og hún er skráð.
    • Ef ekkert er skráð eða talan núll þá er litið svo á að ekki eigi að taka tillit til þessa.

Þessi skráning fer fram með því að velja skráningu viðskiptamanns og flipann Verkbókhald lotuútskuldun. Þessi flipi er þó einungis sýnilegur ef innskráður notandi hefur aðgang að verkbókhaldskerfi.

Hér er einnig hægt að velja sýna ekki einingsverð vöru á reikningi tiltekins viðskiptamanns. Þeta á sérstaklega við í þeim tilfellum sem um umsamda upphæð er að ræða.Hægt er að breyta upphæð til útskuldunar í útskuldunarferlinu.Setja þarf vöru sem notuð er á vörulínu reiknings þar sem um umsamda upphæð er að ræða. Þessa vöru er hægt að setja fyrir alla í stýringum (sjá síðar) eða yfirskrifa fyrir einstaka viðskiptamenn.

  1. Stýringar

Í stýringum verkbókhalds (Verkbókhald > Stjórnun > Stýringar) eru nokkur atriði sem snúa að lotuútskuldun.

  • Lotuútskuldun noti alltaf nýjasta verð á vöru (annars verð þegar færsla var skráð)
    • Ef hakað er í þetta þá sækir lotuútskuldun alltaf nýjasta verð á vöru í vöruskrá.
  • Ekki sýna afslátt sérstaklega á reikningum úr lotuútskuldun
    • Ef hakað er í þetta er afsláttur reiknaður inní einingaverð vörulínu og ekki sýndur.
  • Texti í vörulínu þegar viðsk.m. er með fasta, umsamda upphæð
    • Skýringartexti sem birtist á reikningum þeirra viðskiptamanna sem eru með umsamda upphæð.
  • Sjálfgefin vara fyrir umsamda upphæð
    • Vara sem er notuð í vörulínu þeirra viðskiptamanna sem eru með umsamda upphæð. Hægt er að yfirskrifa þessa vöru fyrir einstaka viðskiptamenn.
  • Draga saman vörulínur á vöru/taxta (lotuútskuldun)
    • Tímaskráningar eru ekki birtar hver fyrir sig heldur dregnar saman í eina vörulínu fyrir hverja
  1. Lota

Hver lota afmarkast af tímabili og viðskiptamannaflokki (eða öllum viðskiptamönnum). Hver lota takmarkast við skráða tíma, skráðar vörur eða umsamda upphæð. Ef valið er að gera lotu fyrir umsamda upphæð þarf að velja alla viðskiptamannaflokka og hvorki tíma né vörur.

Lota er búin til með því að smella á hnappinn Sækja færslur.

Smellt er á línu til að sjá sundurliðun lotu.

  • Úr bið: Færslur sem ekki voru teknar með síðast.
  • Í bið: Færslur sem fara í bið til næsta tímabils.

Hægt er að sleppa viðskiptamanni alveg eða sleppa tilteknum tímaskráningum. Ef það er gert þá færast viðkomandi færslur í bið til næstu útskuldunar.Vörufærslur fara ekki í bið.Kerfið man síðustu dagsetningar sem voru sóttar fyrir viðskiptamannaflokk, ekki ólíkt því hvernig það að sækja færslur í banka hegðar sér.

Með því að smella á línu birtast allar tíma- og vöruskráningar sem tilheyra henni.

Hægt er að skipta tímaskráningarfærslu upp með því að smella á: 

 Þannig er hægt að taka hluta hennar með. Restin fer í bið til næstu útskuldunar.

Ef umsamin upphæð er skráð á viðskiptamann þá eru upplýsingar um það sem kemur og fer úr bið upphæð en ekki tímar. Samtals unnir tímar sjást þó alltaf.

  1. Fyrirspurnir

Hægt er að skoða lotur með því að velja Verkbókhald > Fyrirspurnir > Lotuútskuldun.

Reikningar

Þegar lota er tilbúin til útskuldunar er hún send í áskriftarkerfi og reikningar gerðir þaðan.Það er ekki hægt að breyta áskriftarfærslum sem koma úr lotuútskuldun.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband