Vörutaxtar yfir í vefverslun

Þetta eru leiðbeiningar til að koma afslætti fram tímabundið í vefverslun.

Það er gert með því að stofna Vörutaxta í Reglu með því að velja:
Sölukerfi / Skráning og viðhald / Vörutaxtar

  1. Veldu "Tegund" vörutaxta(tímabil eða vikudagar) og skilgreindu dags og tíma
  2. Hakaðu við vefverslun sem eiga vörutaxti á að flytjast yfir á
  3. Veldu vörur sem eiga við
  4. Veldu eðlis vörutaxta
  5. Sláðu inn lýsingu á vörutaxta
  6. Smelltu á "Skrá" til að stofna vörutaxtann

ATH! Allir viðsk.m. og deildir þarf að vera valið.
Hér eru fleiri upplýsingar um vörutaxta.

Einnig er hægt að senda vörutaxta yfir í vefverslun handvirkt
Sölukerfi / Stjórnun / Vefverslun

  1. Smelltu á rétta vefverslun
  2. Smelltu á "Samstilling á vörum"
  3. Hakaðu við "Nota vörutaxta"
  4. Hakaðu vörur sem þú vilt flytja vörutaxta yfir í vefverslun
  5. Veldu að samstilla afslætti með því að haka við "Afslættir"
  6. Veldu að samstilla gögn frá "Regla"
  7. Smelltu á "Samstilla" til að samstilla vörurnar

Þessi virkni er frá Reglu til vefverslunar og til að afvirkja þarf að keyra samstillingu aftur eftir að skilgreindu tímabili lýkur.

Svaraði þetta spurningunni? Takk fyrir endurgjöfina Það kom upp vandamál við að senda endurgjöfina

Vantar þig frekari aðstoð? Hafa samband Hafa samband